Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Húsfyllir á 1. maí hjá stéttarfélögum
Föstudagur 5. maí 2023 kl. 10:35

Húsfyllir á 1. maí hjá stéttarfélögum

Húsfyllir var hjá stéttarfélögunum í Reykjanesbæ og nágrenni þegar boðið var til kaffisamsætis á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Félögin buðu upp á kaffihlaðborð í Krossmóa 4a, þar sem félögin hafa skrifstofur sínar.

Guðmundur Hermannsson lék og söng fyrir gesti og þá mætti Valdimar, sonur hans, og tók nokkur lög við undirleik. Skrifstofur stéttarfélaganna voru einnig opnar og þar var einnig boðið upp á glaðning ýmiskonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi í kaffisamsætinu í Krossmóa á mánudaginn.