Húsbíll truflaði umferð í Keflavík
Lögreglan leitaði eiganda húsbíls sem hafði verið lagt á Skólaveginum í Keflavík við gamla malarvöllinn. Húsbíllinn stóð svo langt út á veginn að hann truflaði bílaumferð.
Lögreglan mætti á staðinn og lögreglumenn bönkuðu upp á eigendur hans en þeir voru ekki í bílnum þegar VF smellti þessari mynd af í býtið í gærmorgun. Eigandi kom ekki löngu síðar og fór á bílnum.
Ferðamannatraffíkin er að ná hámarki þessa dagana og má sjá marga ferðamenn á húsbílum og bílaleigubílum fara frá flugstöðinni og eins á ferðinni í bæjunum í kring.