Húsaleiga hækkað um rúm 100% frá árinu 2001
„Þessi hækkun er óeðlileg. Maður á varla til eitt aukatekið orð þegar maður lítur á greiðsluseðlana,“ segir Pétur Pétursson 83 ára gamalla íbúi að Aðalgötu 5, en húsaleiga hjá honum hefur hækkað um rúm 100% frá árinu 2001. Íbúð Péturs er kaupleiguíbúð og er hans eignarhlutur 30%, en húsaleigan byggist á 70% hlut sem Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. er eigandi að. Allt félagslegt húsnæði Reykjanesbæjar hefur nú verið innlimað í Fasteignir Reykjanesbæjar ehf.
Í janúar árið 2001 greiddi Pétur 36,830 vegna veru sinnar í íbúðinni, en samkvæmt greiðsluseðli var húsaleiga 26,049 af þeirri upphæð. Þann 5. desember í fyrra greiddi Pétur alls 48,058 krónur og þar af var húsaleiga samkvæmt greiðsluseðli 40,923. Í janúar á þessu ári greiddi Pétur 61.202 krónur og þar af nam húsaleiga 53,597 krónur. Hækkun húsaleigunnar nemur því rúmum 100% á þessu tímabili.
Pétur fær aðstoð frá börnunum sínum við að ná endum saman, en hann fær um 12 þúsund krónur á mánuði í vaxtabætur vegna hlutar síns í íbúðinni. Hann segir að hann geti engan veginn náð endum saman. „Sem betur fer á ég bíl svo ég geti komist á milli staða,“ segir Pétur en hann starfaði um árabil sem leigubílstjóri í Reykjanesbæ.
„Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð Reykjanesbæjar og get bara ekki skilið af hverju leigan hefur hækkað svona mikið. Ég ræddi við bæjarstjóra fyrir um einum og hálfum mánuði síðan þar sem hann lofaði að koma með skýringar á málinu innan tveggja vikna. Enn hef ég engar skýringar fengið,“ segir Pétur, en hann hefur barist við krabbamein í kviðarholi síðustu mánuði og býst við að gangast undir skurðaðgerð með vorinu. Pétur segir aðra íbúa hússins vera óánægða. „Ég held að það sé óhætt að segja að flestir séu óánægðir.“
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Í janúar árið 2001 greiddi Pétur 36,830 vegna veru sinnar í íbúðinni, en samkvæmt greiðsluseðli var húsaleiga 26,049 af þeirri upphæð. Þann 5. desember í fyrra greiddi Pétur alls 48,058 krónur og þar af var húsaleiga samkvæmt greiðsluseðli 40,923. Í janúar á þessu ári greiddi Pétur 61.202 krónur og þar af nam húsaleiga 53,597 krónur. Hækkun húsaleigunnar nemur því rúmum 100% á þessu tímabili.
Pétur fær aðstoð frá börnunum sínum við að ná endum saman, en hann fær um 12 þúsund krónur á mánuði í vaxtabætur vegna hlutar síns í íbúðinni. Hann segir að hann geti engan veginn náð endum saman. „Sem betur fer á ég bíl svo ég geti komist á milli staða,“ segir Pétur en hann starfaði um árabil sem leigubílstjóri í Reykjanesbæ.
„Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð Reykjanesbæjar og get bara ekki skilið af hverju leigan hefur hækkað svona mikið. Ég ræddi við bæjarstjóra fyrir um einum og hálfum mánuði síðan þar sem hann lofaði að koma með skýringar á málinu innan tveggja vikna. Enn hef ég engar skýringar fengið,“ segir Pétur, en hann hefur barist við krabbamein í kviðarholi síðustu mánuði og býst við að gangast undir skurðaðgerð með vorinu. Pétur segir aðra íbúa hússins vera óánægða. „Ég held að það sé óhætt að segja að flestir séu óánægðir.“
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.