Hurð á blaðamannastúku brotin í tvennt
Klukkan 13:17 í gær var lögregla kölluð að knattspyrnuvellinum í Keflavík þar sem tilkynnt hafði verið um eignaspjöll. Í ljós kom að hurð á blaðamannastúkunni hafði verið brotin í tvennt en atburðurinn hefur líklega átt sér stað á laugardaginn.
Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gærdag. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut en hann mældist á um 140 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og eigendur fjögurra ökutækja voru boðaðir með tækin sín til skoðunar þar sem eigendur höfðu ekki fært þær til aðalskoðunar á réttum tíma.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Annar á 127 km og hinn á 114 km hraða.
Einnig var tilkynnt um rúðubrot í bifreið í Njarðvík í nótt, engu hafði verið stolið úr bifreiðinni.
Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gærdag. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut en hann mældist á um 140 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og eigendur fjögurra ökutækja voru boðaðir með tækin sín til skoðunar þar sem eigendur höfðu ekki fært þær til aðalskoðunar á réttum tíma.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Annar á 127 km og hinn á 114 km hraða.
Einnig var tilkynnt um rúðubrot í bifreið í Njarðvík í nótt, engu hafði verið stolið úr bifreiðinni.