Hunsar heilbrigðisráðherra vilja Suðurnesjamanna?
Heimildir Víkurfrétta benda til þess að Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra muni hunsa vilja fjögurra fulltrúa Suðurnesja í stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og fara að vilja eins fulltrúa ráðuneytisins í stjórn og ráða Sigríði Snæbjörnsdóttur sem næsta framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Fulltrúar Suðurnesja höfðu mælt með Skúla Thoroddsen í stöðuna.Heimildarmenn Víkurfrétta benda á að Skúli sé hæfari í stöðuna, en ráðherra ætli að styðjast við jafnréttislög. Hins vegar er bent á að Sigríður er eiginkona Landlæknis og hann yrði því vanhæfur sem eftirlitsaðili með Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.