Hundurinn að snuðra í ruslageymslunni
Gott er að geta greint frá því að hundurinn sem fannst í ruslageymslu í Reykjanesbæ í fyrradag er kominn í hendur eiganda síns, segir í tilkynningu frá lögreglu. Hvutti hafði sloppið frá heimili sínu og að líkindum farið að snuðra inni í ruslageymslunni, þar sem hann svo lokaðist inni.
Eigandinn hafði leitað hans víða en ekki fundið. Það urðu því fagnaðarfundir þegar seppi var kominn í leitirnar.