Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Hundur í millilandaflugi slapp í flugstöðinni
Hundurinn Hunter fannst að lokum í Ósabotnum. Hundurinn sem slapp í dag náðist áður en hann komst út af flugvallarsvæðinu.
Þriðjudagur 8. janúar 2019 kl. 17:04

Hundur í millilandaflugi slapp í flugstöðinni

Hundur sem verið var að flytja á milli landa slapp úr greipum starfsmanna á Keflavíkurflugvelli í dag. Sást hundurinn á harðahlaupum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og var honum veitt eftirför.
 
Þegar Víkurfréttir höfðu samband við lögregluna í flugstöðinni nú síðdegis hafði ekki verið tilkynnt um hund sem hefði sloppið en skömmu síðar bárust upplýsingar um að fótfráir flugvallarstarfsmenn hafi náð kvutta og málið væri leyst.
 
Sumarið 2014 varð hundurinn Hunter landsfrægur þegar hann slapp frá Keflavíkurflugvelli eftir að búr hans opnaðist í óhappi sem varð. Hundsins var leitað í nokkra daga þar til hann fannst við Ósabotna. Dýrinu var komið í hendur eiganda síns sem flutti hann til síns heima.
Public deli
Public deli