Hundur drap tvær hænur
-Atvikið náðist á mynd
Það óhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni að hundur komst í hænur og drap tvær þeirra. Nágranni hænsnaeigenda náði að mynda atvikið og á myndinni sást hundurinn vera að japla á annarri hænunni. Hann var síðan handsamaður og færður til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Hann reyndist vera óskráður en mun vera kominn til eiganda síns.