Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundur drap kínverskar silkihænur
Föstudagur 15. júní 2012 kl. 13:07

Hundur drap kínverskar silkihænur


 
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í gærdag þess efnis að hundur væri að drepa hænur í Keflavík. Hundurinn hafði verið í pössun en sloppið frá gæslumanni sínum. Hann þefaði uppi hænurnar, kínverskar silkihænur og íslenskar stöllur þeirra,  sem voru á baklóð húss. Hann náði að drepa þrjár þeirra, en hljóp síðan á brott.

Tilkynning um málið verður send Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Í  öðru ótengdu máli var tilkynnt um að hundur sem gekk laus hefði bitið barn og loks tilkynnti ökumaður að hann hefði ekið á hund sem var laus á hlaupum og hljóp í veg fyrir bíl hans á Miðnesheiðarvegi.  Lögregla ítrekar enn og aftur að lausaganga hunda er bönnuð.

Myndin af silkihænunni er fengin af vef mbl.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024