Hundur beit unglingsstúlku til blóðs
Lögreglunni á Suðurnesjum var í vikunni tilkynnt um að hundur hefði bitið unglingsstúlku í Njarðvík. Stúlkan hafði verið á ferðinni á göngustig þar sem hundurinn var laus og án eftirlits. Þegar lögregla kom á staðinn var hundurinn enn að sniglast á svæðinu og reyndist hann hafa bitið stúlkuna. Var hún með blæðandi bitsár á hönd og læri eftir hann. Hún var flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Lögregla hafði samband við hundafangara Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sem kom og handsamaði hundinn.