Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundur beit konu til blóðs í Keflavík
Mánudagur 28. nóvember 2005 kl. 18:10

Hundur beit konu til blóðs í Keflavík

Síðdegis í dag var tilkynnt til lögreglunnar að hundur hafi bitið konu í hægri fót við hælinn. Blæddi undan og fór hún á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hlaut þar aðstoð læknis.

Hundurinn sem er blendingur af þýskum fjárhundi og labrador, gulbrúnn að lit, hafði verið laus á gatnamótum Hringbrautar og Vesturgötu í Keflavík.

Hundurinn var horfinn er lögreglumenn komu á vettvang og er ekki vitað hver eigandi hans er.

Myndin: Tengist ekki efni fréttarinnar. Ekki er um upprunalega mynd með fréttinni að ræða. Fyrri mynd hefur verið skipt út, þar sem hundaeigendum þykir ekki viðeigandi að sýndar séu tennur í hundum, sérstaklega ekki með fréttum um hunda sem bíta fólk. Sjá grein undir Aðsent: Hvernig á að myndskreyta frétt um hundsbit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024