Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundur beit hundafangara
Föstudagur 15. mars 2013 kl. 18:19

Hundur beit hundafangara

- leikskólabörn komust ekki út

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í fyrradag tilkynning þess efnis að Schaeferhundur væri laus á vakki fyrir utan leikskóla í umdæminu. Væri hann ógnandi og ekki þorandi að fara með börnin út úr húsinu undir slíkum kringumstæðum.

Haft var samband við hundafangara sem fór á staðinn. Hann kallaði á hundinn, sem kom þá askvaðandi að honum og beit hann í höndina. Hundafangarinn náði að hrista hundinn af sér og kallaði síðan til annan hundafangara. Tókst þeim að handsama dýrið. Málið var tilkynnt til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sem tók það í sínar hendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024