Hundur beit bréfbera til blóðs
Kona á sextugsaldri lagði fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum eftir að hundur hafði bitið hana til blóðs þegar hún var að bera út póst í vikunni. Konan var að stinga póstinum inn um lúgu íbúðarhúsnæðis, þegar hundurinn beit hana í höndina svo að úr blæddi.
Lögregla hafði samband við eigendur tveggja hunda sem voru í húsnæðinu, þar sem konan var bitin og tilkynnti þeim um atvikið. Einnig að tilkynning yrði send til hundaeftirlitsins vegna málsins.