Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundum bjargað úr brennandi íbúð
Miðvikudagur 13. júní 2018 kl. 11:12

Hundum bjargað úr brennandi íbúð

Hundum var bjargað úr brennandi íbúð við Framnesveg í morgun. Tilkynnt var um eldinn á tíunda tímanum í morgun og voru bæði slökkvi- og sjúkrabílar sendir á vettvang brunans.
 
Húsráðendur komust sjálfir út úr íbúðinni en inni voru hundar sem var bjargað út og komið í öruggt skjól en sjá mátti lögreglukonur á vettvangi með hunda í fanginu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndarar Víkurfrétta tóku á vettvangi. Einn hundur var enn inni þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang og fundu reykkafarar hann undir sófa og björguðu honum út.
 
Slökkviliðið slökkti eldinn sem hafði komið upp í eldhúsi íbúðarinnar. Þá var íbúðin reykræst. Hún er þó varla íbúðarhæf í bráð þar sem sjá mátti svartan reyk leggja út um glugga.
 
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi og Árni Þór

 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024