Hundruð starfa í óvissu
Mikil óvissa er framundan hjá mörg hundruð Suðurnesjamönnum sem hafa framfæri af störfum tengdum varnarliðinu. Hátt í tvö þúsund íslenskar fjölskyldur hafa atvinnutekjur beint af varnarliðsstarfseminni. Hjá hernum vinna um 900 Íslendingar og um 800 starfa hjá verktökum og stofnunum sem annast þjónustu við herinn. Stór hluti íslensku starfsmannanna er búsettur á Suðurnesjum og halda sumir því fram að það sé allt að 3/4 hlutar íslenskra starfsmanna hjá Varnarliðinu.Ljóst er eftir fund Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra með Elisabeth Jones aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna að töluverðar breytingar eru í nánd varðandi varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Í bréfi frá George W. Bush Bandaríkjaforseta sem Elisabeth Jones afhenti forsætis- og utanríkisráðherra á fundi þeirra í síðustu viku kemur fram að Bandaríkjaforseti vill gera breytingar á varnarsamningnum. Utanríkisráðherra segir málið vera viðkvæmt og hann vill ekki um hvaða breytingar bandarísk stjórnvöld vilja gera á umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fundur ráðherranna í síðustu viku var undirbúningsfundur milli landanna um komandi viðræður, en talið er að þær hefjist innan skamms.
Íslenskir og erlendir fjölmiðlar gera að því skóna að breytingarnar sem í vændum eru á varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna felist í því að herþoturnar fari frá Íslandi. Í dag eru herþoturnar fjórar hjá Varnarliðinu, en voru flestar átján á sínum tíma. Árið 1991 var herþotunum fækkað í tólf og í janúar árið 1994 var þotunum fækkað í fjórar talsins. Ef að herþoturnar fara frá Íslandi er ljóst að þyrlubjörgunarsveitin fari einnig.
Það er uggur í Suðurnesjamönnum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í rúmlega 50 ára varnarsamstarfi þjóðanna tveggja. Í Víkurfréttum í dag eru viðbrögð frá ýmsum Suðurnesjamönnum varðandi málið og kemur fram í máli þeirra allra að ástæða sé til að hafa áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að þeir muni hvergi hvika í kröfum sínum um að lágmarks loftvarnir verði á Íslandi sem felst í áframhaldandi veru herþotnanna hjá Varnarliðinu. Fram hefur komið í máli þeirra að samningaviðræðurnar byggist á röksemdum um lágmarks loftvarnir íslendinga. Í Bandaríkjunum fer hinsvegar fram mikil valdabarátta fram á milli Varnarmálaráðuneytisins og Utanríkisráðuneytisins hvað varðar varnarstefnu Bandaríkjanna og þykir margt benda til þess að „Haukarnir“ með Rumsfeld varnarmálaráðherra í fararbroddi muni hafa betur í þeirri baráttu.
Í tillögum „Haukanna“ er gert ráð fyrir fækkun varnarstöðva Bandaríkjahers um heiminn og að í kjölfarið verði lögð áhersla á uppbyggingu herafla á óróasvæðum.
Á næstu vikum hefjast viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið og er ljóst að viðræðurnar fari fram á æðstu stjórnstigum. Í þeim viðræðum munu íslensk stjórnvöld gera það sem þau geta til að tryggja áframhaldandi veru Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og er gert ráð fyrir að viðræðunum ljúki í lok sumars. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hundruð manns í tengslum við veru Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli muni missa vinnunna.
Viðbrögð
Árni Sigfússon bæjarstjóri
Eins og staðan er í dag, telurðu líkur á því að hluti varnarliðsins sé á förum frá Íslandi?
Nú er komið að því að málið er í höndum forsætisráðherra, utanríkisráðherra Íslands og forseta Bandaríkjanna. Þá reynir fyrst á samningsstöðu okkar. Ég er bjartsýnn á að ef einhverjum tekst að halda öryggismálum okkar í lagi, þá séu það þessir menn. Ég tel þó að samningaviðræðurnar verði erfiðar fyrir okkur, því einhverjir hafa bitið það í sig að hægt sé að sinna loftvörnum okkar með því að vera utan Íslands.
Hvað gerist á Suðurnesjum ef orrustuþoturnar verða látnar fara?
Væntanlega yrði þá fundin önnur lausn á loftvörnum, sem við gætum sætt okkur við, gæti þýtt áframhaldandi störf, þótt ólíklegt sé að það yrði í sama magni og áður. Við höfum áætlað að um 880 störf Íslendinga tengist flughernum beint eða óbeint.
Hvernig er hægt að vinna á móti því? Er eitthvað sem gæti komið í staðinn?
Samningaviðræðurnar eru aðalatriðið. Ef þær leiða ekki til neins, þyrftum við að tryggja varnir okkar með öðrum hætti. Það kæmi aldrei til greina að leggja varnirnar niður. Það þýðir að alltaf verða til störf þeim tengdum og hér er vissulega sérfræðiþekkingin. Það eru til margar hugmyndir um hvernig megi áfram styrkja þetta svæði sem miðstöð varna og af því skapast fjölmörg störf. Gefum okkar mönnum fyrst svigrúm til samningaviðræðna.
Mun bæjarstjórnin eitthvað láta til sín taka varðandi málefni Varnarliðsins?
Já, bæjaryfirvöld eru í góðu sambandi við stjórnvöld vegna málsins og komum okkar sjónarmiðum að. Nú er til lítils að vera með upphrópanir til fjölmiðla, við stöndum þétt við bakið á stjórnvöldum hér og veitum þeim allar upplýsingar sem þau þurfa. Vonandi skilja flestir að það er skynsamlegra að um slík mál ríki trúnaður. Það skilar betri árangri að lokum.
Hvernig finnst þér hljóðið í Suðurnesjamönnum varðandi þessi mál?
Við erum öll uggandi vegna þessa. Það er þó eins og fjölmiðlar séu að vakna nú upp við þetta en við höfum lengi vitað af afstöðu bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Við treystum á að fundin verði skynsamleg niðurstaða í málið og munum aðstoða okkar menn við það.
Kjartan Már Kjartansson, starfsmannastjóri IGS
Hvaða áhrif myndi það hafa á atvinnulíf á Suðurnesjum ef stór hluti Varnarliðsins myndi fara frá Íslandi?
Afleiðingarnar yrðu mjög alvarlegar, ekki bara á Suðurnesjum heldur á öllu suð-vesturhorni landsins því það vinnur mikið af fólki hjá Varnarliðinu af því svæði. Þessar alvarlegu afleiðingar munu vara í einhver ár, en ég held að til lengri tíma litið þá munum við vinna okkur út úr þessu og að farið yrði að líta til annarra tækifæra sem kannski ekki hefur verið gert á síðustu árum.
Þegar þú lítur yfir sviðið, hvernig meturðu stöðuna?
Atvinnuástand hér er ekki gott og við megum alls ekki við því að missa eitt starf, hvað þá hundruð starfa. Mér finnst staðan ekki vænleg og ég er hræddur um að hún eigi eftir að versna.
Hvað telurðu að sé til ráða?
Nýsköpun er lausnarorðið. Nú þegar við höfum minna af fiski og ef að herinn fer þá þýðir ekkert að tala um það hvernig hlutirnir voru í gamla daga því þá skiptir máli að finna ný tækifæri í gegnum nýsköpun.
Hvernig finnst þér hljóðið í Suðurnesjamönnum?
Í mínu starfsumhverfi í kringum millilandaflugið á Keflavíkurflugvelli eru menn mjög uggandi um hvað verður um alþjóðaflugvöllinn. Mér finnst hljóðið ekki gott í fólki. En það er einnig verið að ræða um að þetta sé ákveðið tækifæri og að við Suðurnesjamenn eigum að nýta okkur það.
Steinþór Jónsson hótelstjóri
Hvaða áhrif myndi það hafa á þín fyrirtæki ef stór hluti Varnarliðsins myndi fara frá Íslandi?
Ég vil fyrst ítreka að í dag liggur ekkert fyrir um að hluti Varnarliðsins sé á förum og set ég traust mitt á íslensk stjórnvöld til að ná áframhaldandi samningi á svipuðum nótum og verið hefur. Ef til þessa kæmi yrðu árif á þau fyrirtæki sem við rekum mjög ólík. Hjá Ofnasmiðju Suðurnesja hafa ofnaviðskipti við völlinn minnkað mikið á síðustu 10 árum frá því sem áður var og breytingar nú því hafa óveruleg áhrif til viðbótar því sem þegar er orðið. Hjá Hótel Keflavík yrðu áhrifin aftur á móti umtalsverð enda um regluleg viðskipti við Varnarliðið að ræða síðustu 17ár. Erfitt er þó að gera sér grein fyrir hve fækkun varnarliðsmanna búsettum á svæðinu hefði á gistingar áhafna og viðskiptaaðila Varnaliðsins. Því lengri aðlögun sem við fáum að breyttum aðstæðum kæmi hótelinu til góða í leit að nýjum verkefnum.
Hvernig meturðu stöðuna eins og hún er í dag?
Ég met stöðuna í dag þannig að hér sé um hápólitískt mál að ræða og á þeim grunni hafi íslenska ríkið ákveðna samningsstöðu. Málið er af sjálfsögðu mjög viðkvæmt í dag og er ég því þakklátur að núverandi stjórnarherrar séu með stjórn málsins fyrir hönd íslenska ríkisins.
Hvaða áhrif myndi stórfelld fækkun í Varnarliðinu hafa á atvinnulíf á Suðurnesjum?
Stórfelld fækkun í Varnarliðinu myndi af sjálfsögðu hafa mikil áhrif á atvinnulíf á Suðurnesjum. Þess má þó geta að mörg þeirra starfa sem í dag eru unnin af Varnarliðinu svo sem umsjón flugbrauta, slökkvilið og fleira verða eðli málsins samkvæmt áfram til staðar þó umhverfið verði annað. Áhrif á tengda þjónustu yrði einnig mikil á mörgum sviðum og því mikilvægt að tryggja fyrirtækjum í þjónustu við Varnarliðið ný tækifæri og eðlilega aðlögun að breyttu umhverfi og viðhalda með því starfsöryggi og framtíðartækifæri svæðisins.
Hvað yrði þá til ráða?
Öllum breytingum fylgja tækifæri og kæmi það m.a. í hlut bæjarstjórnar að tryggja starfsöryggi á svæðinu með öllum þeim ráðum sem möguleg væru. Tækifæri flugvallarins yrði að nýta að fullu en síðustu ár hef ég meðal annarra unnið að beinu markaðsstarfi að auka umferð erlendra flugfélaga um völlinn og tryggja þannig meiri tekjur og fleiri störf á því sviði. Þá sé ég fyrir mér að Samgöngumiðstöð Íslands yrði staðsett á Keflavíkurflugvelli ásamt þeim vörnum sem íslensk stjórnvöld fara með s.s. landhelgisgæsla og fl.
Hvernig finnst þér hljóðið í Suðurnesjamönnum varðandi málið?
Suðurnesjamenn hafa þann þroska að bíða og sjá í hvaða farveg málið muni þróast. Við höfum tekið þessa umræðu áður með góðum árangri og tel ég fólk á svæðinu sé sæmilega bjartsýnt á að svo verði einnig nú. Við skulum ekki gleyma að tækifæri svæðisins eru fjölmörg og þau ætlum við að nýta.
Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja
Hvaða áhrif myndi það hafa á Hitaveitu Suðurnesja ef stór hluti Varnarliðsins myndi fara frá Íslandi?
Um fjórðungur tekna HS eru bein viðskipti við varnarliðið, þ.e. vatnssala um 18% og raforkusala um 9%. Ég veit ekki hvað viðskiptin myndu minnka mikið og tel ótímabært að vera með einhverjar hugleiðingar þar um á þessu stigi.
Hvernig meturðu stöðuna eins og hún er í dag?
Veit ekki nóg til að geta metið hana.
Hvaða áhrif myndi stórfelld fækkun í Varnarliðinu hafa á atvinnulíf á Suðurnesjum?
Veit lítið en að öllum líkindum yrðu áhrifin mjög slæm, a.m.k. til skamms tíma litið.
Hvað yrði þá til ráða?
Ég tel ótímabært að slá einhverju fram á þessu stigi.
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja
Hvaða áhrif myndi það hafa á atvinnulíf á Suðurnesjum ef stór hluti Varnarliðsins myndi fara frá Íslandi?
Það gefur augaleið að þegar vinnuveitandi sem hefur þennan mikla fjölda í vinnu, gerir þær breytingar, sem nú virðast uppi, mun það hafa veruleg neikvæð áhrif á allt samfélag okkar.
Hvernig meturðu stöðuna eins og hún er í dag?
Staðan er mjög ótrygg og mér sýnist þetta geta farið á hinn versta veg fyrir okkur. Því miður.
Hvað yrði þá til ráða?
Þegar einhverju er svipt í burtu sem viðgengist hefur í hálfa öld finnast engar skyndilausnir. Það verður verk fjölmargra aðila að velta upp möguleikum í stöðunni.
Mun verslunarmannafélag Suðurnesja grípa til einhverra aðgerða?
Verslunarmannafélagið mun að sjálfsögðu taka þátt í þeim verkefnum sem bíða okkar.
Hvernig finnst þér hljóðið í Suðurnesjamönnum varðandi málið?
Suðurnesjamenn taka þessu með æðruleysi, en auðvitað er óvissan slæm.
Viðbrögð tveggja þingmanna
Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur áhyggjur af stöðu mála hvað varðar hugsanlegar breytingar á varnarsamningnum milli Íslands og Bandaríkjanna. „Við hljótum að beita okkur í þessu máli, en á þessu stigi hefur maður ekki nægar upplýsingar til að tjá sig mikið um það. Ég mun strax eftir helgina óska eftir upplýsingum varðandi málið.“
Jón segist lesa ákveðin skilaboð út úr orðum forystumanna ríkisstjórnarinnar um að samdráttur á vegum varnarliðsins sé yfirvofandi. „Við gagnrýndum ríkisstjórnina í kosningabaráttunni fyrir það að hafa ekki komið samningaviðræðum við bandaríkjamenn af stað og einnig fyrir það að hafa ekki skoðað möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu ef hluti varnarliðsins myndi fara.“
Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur en að vilji íslenskra stjórnvalda sé afskaplega skýr hvað varðar veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hjálmar segir að varnarstefna Bandaríkjanna hafi breyst í kjölfar atburðanna 11. september og að Haukarnir í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna takist á við menn Powells í Utanríkisráðuneytinu um varnarstefnu landsins. Hjálmar segir mikilvægt að enginn uppgjafartónn sé í fólki. „Nú ríður á að standa við bakið á íslenskum stjórnvöldum og ég mun að sjálfsögðu fylgjast vel með málinu.“
Íslenskir og erlendir fjölmiðlar gera að því skóna að breytingarnar sem í vændum eru á varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna felist í því að herþoturnar fari frá Íslandi. Í dag eru herþoturnar fjórar hjá Varnarliðinu, en voru flestar átján á sínum tíma. Árið 1991 var herþotunum fækkað í tólf og í janúar árið 1994 var þotunum fækkað í fjórar talsins. Ef að herþoturnar fara frá Íslandi er ljóst að þyrlubjörgunarsveitin fari einnig.
Það er uggur í Suðurnesjamönnum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í rúmlega 50 ára varnarsamstarfi þjóðanna tveggja. Í Víkurfréttum í dag eru viðbrögð frá ýmsum Suðurnesjamönnum varðandi málið og kemur fram í máli þeirra allra að ástæða sé til að hafa áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að þeir muni hvergi hvika í kröfum sínum um að lágmarks loftvarnir verði á Íslandi sem felst í áframhaldandi veru herþotnanna hjá Varnarliðinu. Fram hefur komið í máli þeirra að samningaviðræðurnar byggist á röksemdum um lágmarks loftvarnir íslendinga. Í Bandaríkjunum fer hinsvegar fram mikil valdabarátta fram á milli Varnarmálaráðuneytisins og Utanríkisráðuneytisins hvað varðar varnarstefnu Bandaríkjanna og þykir margt benda til þess að „Haukarnir“ með Rumsfeld varnarmálaráðherra í fararbroddi muni hafa betur í þeirri baráttu.
Í tillögum „Haukanna“ er gert ráð fyrir fækkun varnarstöðva Bandaríkjahers um heiminn og að í kjölfarið verði lögð áhersla á uppbyggingu herafla á óróasvæðum.
Á næstu vikum hefjast viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið og er ljóst að viðræðurnar fari fram á æðstu stjórnstigum. Í þeim viðræðum munu íslensk stjórnvöld gera það sem þau geta til að tryggja áframhaldandi veru Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og er gert ráð fyrir að viðræðunum ljúki í lok sumars. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hundruð manns í tengslum við veru Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli muni missa vinnunna.
Viðbrögð
Árni Sigfússon bæjarstjóri
Eins og staðan er í dag, telurðu líkur á því að hluti varnarliðsins sé á förum frá Íslandi?
Nú er komið að því að málið er í höndum forsætisráðherra, utanríkisráðherra Íslands og forseta Bandaríkjanna. Þá reynir fyrst á samningsstöðu okkar. Ég er bjartsýnn á að ef einhverjum tekst að halda öryggismálum okkar í lagi, þá séu það þessir menn. Ég tel þó að samningaviðræðurnar verði erfiðar fyrir okkur, því einhverjir hafa bitið það í sig að hægt sé að sinna loftvörnum okkar með því að vera utan Íslands.
Hvað gerist á Suðurnesjum ef orrustuþoturnar verða látnar fara?
Væntanlega yrði þá fundin önnur lausn á loftvörnum, sem við gætum sætt okkur við, gæti þýtt áframhaldandi störf, þótt ólíklegt sé að það yrði í sama magni og áður. Við höfum áætlað að um 880 störf Íslendinga tengist flughernum beint eða óbeint.
Hvernig er hægt að vinna á móti því? Er eitthvað sem gæti komið í staðinn?
Samningaviðræðurnar eru aðalatriðið. Ef þær leiða ekki til neins, þyrftum við að tryggja varnir okkar með öðrum hætti. Það kæmi aldrei til greina að leggja varnirnar niður. Það þýðir að alltaf verða til störf þeim tengdum og hér er vissulega sérfræðiþekkingin. Það eru til margar hugmyndir um hvernig megi áfram styrkja þetta svæði sem miðstöð varna og af því skapast fjölmörg störf. Gefum okkar mönnum fyrst svigrúm til samningaviðræðna.
Mun bæjarstjórnin eitthvað láta til sín taka varðandi málefni Varnarliðsins?
Já, bæjaryfirvöld eru í góðu sambandi við stjórnvöld vegna málsins og komum okkar sjónarmiðum að. Nú er til lítils að vera með upphrópanir til fjölmiðla, við stöndum þétt við bakið á stjórnvöldum hér og veitum þeim allar upplýsingar sem þau þurfa. Vonandi skilja flestir að það er skynsamlegra að um slík mál ríki trúnaður. Það skilar betri árangri að lokum.
Hvernig finnst þér hljóðið í Suðurnesjamönnum varðandi þessi mál?
Við erum öll uggandi vegna þessa. Það er þó eins og fjölmiðlar séu að vakna nú upp við þetta en við höfum lengi vitað af afstöðu bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Við treystum á að fundin verði skynsamleg niðurstaða í málið og munum aðstoða okkar menn við það.
Kjartan Már Kjartansson, starfsmannastjóri IGS
Hvaða áhrif myndi það hafa á atvinnulíf á Suðurnesjum ef stór hluti Varnarliðsins myndi fara frá Íslandi?
Afleiðingarnar yrðu mjög alvarlegar, ekki bara á Suðurnesjum heldur á öllu suð-vesturhorni landsins því það vinnur mikið af fólki hjá Varnarliðinu af því svæði. Þessar alvarlegu afleiðingar munu vara í einhver ár, en ég held að til lengri tíma litið þá munum við vinna okkur út úr þessu og að farið yrði að líta til annarra tækifæra sem kannski ekki hefur verið gert á síðustu árum.
Þegar þú lítur yfir sviðið, hvernig meturðu stöðuna?
Atvinnuástand hér er ekki gott og við megum alls ekki við því að missa eitt starf, hvað þá hundruð starfa. Mér finnst staðan ekki vænleg og ég er hræddur um að hún eigi eftir að versna.
Hvað telurðu að sé til ráða?
Nýsköpun er lausnarorðið. Nú þegar við höfum minna af fiski og ef að herinn fer þá þýðir ekkert að tala um það hvernig hlutirnir voru í gamla daga því þá skiptir máli að finna ný tækifæri í gegnum nýsköpun.
Hvernig finnst þér hljóðið í Suðurnesjamönnum?
Í mínu starfsumhverfi í kringum millilandaflugið á Keflavíkurflugvelli eru menn mjög uggandi um hvað verður um alþjóðaflugvöllinn. Mér finnst hljóðið ekki gott í fólki. En það er einnig verið að ræða um að þetta sé ákveðið tækifæri og að við Suðurnesjamenn eigum að nýta okkur það.
Steinþór Jónsson hótelstjóri
Hvaða áhrif myndi það hafa á þín fyrirtæki ef stór hluti Varnarliðsins myndi fara frá Íslandi?
Ég vil fyrst ítreka að í dag liggur ekkert fyrir um að hluti Varnarliðsins sé á förum og set ég traust mitt á íslensk stjórnvöld til að ná áframhaldandi samningi á svipuðum nótum og verið hefur. Ef til þessa kæmi yrðu árif á þau fyrirtæki sem við rekum mjög ólík. Hjá Ofnasmiðju Suðurnesja hafa ofnaviðskipti við völlinn minnkað mikið á síðustu 10 árum frá því sem áður var og breytingar nú því hafa óveruleg áhrif til viðbótar því sem þegar er orðið. Hjá Hótel Keflavík yrðu áhrifin aftur á móti umtalsverð enda um regluleg viðskipti við Varnarliðið að ræða síðustu 17ár. Erfitt er þó að gera sér grein fyrir hve fækkun varnarliðsmanna búsettum á svæðinu hefði á gistingar áhafna og viðskiptaaðila Varnaliðsins. Því lengri aðlögun sem við fáum að breyttum aðstæðum kæmi hótelinu til góða í leit að nýjum verkefnum.
Hvernig meturðu stöðuna eins og hún er í dag?
Ég met stöðuna í dag þannig að hér sé um hápólitískt mál að ræða og á þeim grunni hafi íslenska ríkið ákveðna samningsstöðu. Málið er af sjálfsögðu mjög viðkvæmt í dag og er ég því þakklátur að núverandi stjórnarherrar séu með stjórn málsins fyrir hönd íslenska ríkisins.
Hvaða áhrif myndi stórfelld fækkun í Varnarliðinu hafa á atvinnulíf á Suðurnesjum?
Stórfelld fækkun í Varnarliðinu myndi af sjálfsögðu hafa mikil áhrif á atvinnulíf á Suðurnesjum. Þess má þó geta að mörg þeirra starfa sem í dag eru unnin af Varnarliðinu svo sem umsjón flugbrauta, slökkvilið og fleira verða eðli málsins samkvæmt áfram til staðar þó umhverfið verði annað. Áhrif á tengda þjónustu yrði einnig mikil á mörgum sviðum og því mikilvægt að tryggja fyrirtækjum í þjónustu við Varnarliðið ný tækifæri og eðlilega aðlögun að breyttu umhverfi og viðhalda með því starfsöryggi og framtíðartækifæri svæðisins.
Hvað yrði þá til ráða?
Öllum breytingum fylgja tækifæri og kæmi það m.a. í hlut bæjarstjórnar að tryggja starfsöryggi á svæðinu með öllum þeim ráðum sem möguleg væru. Tækifæri flugvallarins yrði að nýta að fullu en síðustu ár hef ég meðal annarra unnið að beinu markaðsstarfi að auka umferð erlendra flugfélaga um völlinn og tryggja þannig meiri tekjur og fleiri störf á því sviði. Þá sé ég fyrir mér að Samgöngumiðstöð Íslands yrði staðsett á Keflavíkurflugvelli ásamt þeim vörnum sem íslensk stjórnvöld fara með s.s. landhelgisgæsla og fl.
Hvernig finnst þér hljóðið í Suðurnesjamönnum varðandi málið?
Suðurnesjamenn hafa þann þroska að bíða og sjá í hvaða farveg málið muni þróast. Við höfum tekið þessa umræðu áður með góðum árangri og tel ég fólk á svæðinu sé sæmilega bjartsýnt á að svo verði einnig nú. Við skulum ekki gleyma að tækifæri svæðisins eru fjölmörg og þau ætlum við að nýta.
Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja
Hvaða áhrif myndi það hafa á Hitaveitu Suðurnesja ef stór hluti Varnarliðsins myndi fara frá Íslandi?
Um fjórðungur tekna HS eru bein viðskipti við varnarliðið, þ.e. vatnssala um 18% og raforkusala um 9%. Ég veit ekki hvað viðskiptin myndu minnka mikið og tel ótímabært að vera með einhverjar hugleiðingar þar um á þessu stigi.
Hvernig meturðu stöðuna eins og hún er í dag?
Veit ekki nóg til að geta metið hana.
Hvaða áhrif myndi stórfelld fækkun í Varnarliðinu hafa á atvinnulíf á Suðurnesjum?
Veit lítið en að öllum líkindum yrðu áhrifin mjög slæm, a.m.k. til skamms tíma litið.
Hvað yrði þá til ráða?
Ég tel ótímabært að slá einhverju fram á þessu stigi.
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja
Hvaða áhrif myndi það hafa á atvinnulíf á Suðurnesjum ef stór hluti Varnarliðsins myndi fara frá Íslandi?
Það gefur augaleið að þegar vinnuveitandi sem hefur þennan mikla fjölda í vinnu, gerir þær breytingar, sem nú virðast uppi, mun það hafa veruleg neikvæð áhrif á allt samfélag okkar.
Hvernig meturðu stöðuna eins og hún er í dag?
Staðan er mjög ótrygg og mér sýnist þetta geta farið á hinn versta veg fyrir okkur. Því miður.
Hvað yrði þá til ráða?
Þegar einhverju er svipt í burtu sem viðgengist hefur í hálfa öld finnast engar skyndilausnir. Það verður verk fjölmargra aðila að velta upp möguleikum í stöðunni.
Mun verslunarmannafélag Suðurnesja grípa til einhverra aðgerða?
Verslunarmannafélagið mun að sjálfsögðu taka þátt í þeim verkefnum sem bíða okkar.
Hvernig finnst þér hljóðið í Suðurnesjamönnum varðandi málið?
Suðurnesjamenn taka þessu með æðruleysi, en auðvitað er óvissan slæm.
Viðbrögð tveggja þingmanna
Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur áhyggjur af stöðu mála hvað varðar hugsanlegar breytingar á varnarsamningnum milli Íslands og Bandaríkjanna. „Við hljótum að beita okkur í þessu máli, en á þessu stigi hefur maður ekki nægar upplýsingar til að tjá sig mikið um það. Ég mun strax eftir helgina óska eftir upplýsingum varðandi málið.“
Jón segist lesa ákveðin skilaboð út úr orðum forystumanna ríkisstjórnarinnar um að samdráttur á vegum varnarliðsins sé yfirvofandi. „Við gagnrýndum ríkisstjórnina í kosningabaráttunni fyrir það að hafa ekki komið samningaviðræðum við bandaríkjamenn af stað og einnig fyrir það að hafa ekki skoðað möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu ef hluti varnarliðsins myndi fara.“
Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur en að vilji íslenskra stjórnvalda sé afskaplega skýr hvað varðar veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hjálmar segir að varnarstefna Bandaríkjanna hafi breyst í kjölfar atburðanna 11. september og að Haukarnir í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna takist á við menn Powells í Utanríkisráðuneytinu um varnarstefnu landsins. Hjálmar segir mikilvægt að enginn uppgjafartónn sé í fólki. „Nú ríður á að standa við bakið á íslenskum stjórnvöldum og ég mun að sjálfsögðu fylgjast vel með málinu.“