Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundruð ferðamanna heimsækja Íslending
Laugardagur 9. júlí 2005 kl. 17:17

Hundruð ferðamanna heimsækja Íslending

Hundruð ferðamanna hafa heimsótt víkingaskipið Íslending á undanförnum dögum en skipið stendur við Stekkjarkot í Reykjanesbæ.

Töluvert af rútum á leið með farþega til og frá Leifsstöð hafa stoppað við Stekkjarkot en ferðamenn hafa óskað eftir því í auknum mæli. Í dag voru nokkrar rútur sem stöldruðu við Stekkjarkot um stund á meðan ferðamenn virtu fyrir sér Íslending, skoðuðu Stekkjarkot og tóku myndir.

Gunnar Marel, sem smíðaði Íslending, sagði í samtali við Víkurfréttir í síðustu viku að hann hafi ekki átt von á svona mikilli athygli eins og raun ber vitni. Hann ætlar sér að setja upp einhverja dagskrá þannig að fólk getur komið og skoðað Íslending og fengið skemmtilegar upplýsingar um víkingaskipið.

Erlendir ferðamenn eru þó ekki þeir einu sem staldra við og skoða Íslending því íbúar í Reykjanesbæ og annarsstaðar á landinu hafa einnig gert sér ferð til að skoða víkingaskipið mikla á undanförnum dögum.

Það er því ljóst að Íslendingur virðist draga að sér mikla athygli hvar sem hann er en þegar hann var hýstur innanhúss var einnig töluvert um heimsóknir fólks.

Myndin: Ein af þeim rútum sem staldrað hafa við Stekkjarkot síðan Íslendingur var færður út / Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024