Hundraðasti fundur Atvinnu- og hafnaráðs
Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar hélt sinn hundraðasta fund síðastliðinn miðvikudag en fyrsti fundur ráðsins var haldinn þann 5. desember 2002.
Þorsteinn Erlingsson, formaður atvinnu- og hafnaráðs, sagði að á þessum tíma hafi verið tekið á móti nokkur hundruðum fyrirspurna og verkefnum um atvinnumál. Lóðaúthlutanir og lóðasköpun í Helguvík ásamt atvinnuþróunarverkefnum, þar með talin vinna vegna álvers Norðuráls og kísilvers, hefur verið stór hluti starfsemi Atvinnu- og hafnasviðs auk reksturs Reykjaneshafnar.
Á þessum hundraðsta fundi nefndarinnar var skýrt frá stöðu framkvæmda Norðuráls vegna álvers í Helguvík. Farið var fyrir stöðuna í atvinnumálum í Reykjanesbæ, fjallað um nýsköpunarþing í Reykjanesbæ og málefni Reykjaneshafnar, svo nokkuð sé nefnt.
Sjá nánar fundargerð hér.