Hundrað manns tók þátt í íbúaþingi
-um nýja menntastefnu fyrir Reykjanesbæ
„Við erum alsæl með þessa frábæru þátttöku sem sýnir hversu mikinn áhuga fólk hefur á þessum mikilvæga málaflokki, menntamálum í víðum skilningi,“ sagði Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs.
Undanfarna mánuði hefur stýrihópur skipaður fulltrúum ýmissa hagsmunahópa unnið að nýrri menntastefnu fyrir Reykjanesbæ og má segja að íbúaþingið hafi verið ákveðinn hápunktur í þeirri vinnu.
Helgi segir að nú taki við vinna við að draga saman niðurstöður þingsins og munu þær verða kynntar opinberlega innan tíðar.
Aðferðin sem notuð var á íbúaþinginu hefur verið nefnd „Heimskaffi“. Lögð var áhersla á að skapa frjálslegt og afslappað andrúmsloft, einskonar kaffihúsastemningu. „Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og munu niðurstöður fjörugra umræðna án efa nýtast vel við mótun nýrrar menntastefnu fyrir Reykjanesbæ,“ sagði Helgi.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar á spjalli við þær Önnu Huldu og Önnu Sigríði verkefnastjóra. Rafn Vilbergsson verkefnastjóri í Njarðvík er á milli þeirra.