Hundrað ár að baki í Holtaskóla
Það var sannarlega með eftirsjá sem þau Guðrún Björk Jóhannesdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir og Kjartan Másson voru kvödd á skólaslitum Holtaskóla í Keflavík síðastliðinn þriðjudag. Þetta heiðursfólk hefur sinnt kennslustörfum í yfir 100 ár samanlagt.
Hólmfríður hefur sinnt heimilisfræðikennslu í yfir 40 ár, Kjartan íþróttakennslu í yfir 30 ár og Guðrún Björk aðallega sinnt íslenkukennslu í yfir 30 ár. Þessir aðilar eru svo sannarlega samofnir sögu Holtaskóla og verður sárt saknað af nemendum og starfsfólki.
Hólmfríður hefur sinnt heimilisfræðikennslu í yfir 40 ár, Kjartan íþróttakennslu í yfir 30 ár og Guðrún Björk aðallega sinnt íslenkukennslu í yfir 30 ár. Þessir aðilar eru svo sannarlega samofnir sögu Holtaskóla og verður sárt saknað af nemendum og starfsfólki.