Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundar í sviðsljósinu í Grindavík
Fimmtudagur 20. júní 2013 kl. 09:52

Hundar í sviðsljósinu í Grindavík

Enn fjölgar í hópi hundaeigenda og hunda sem hittast á miðvikudagskvöldum á grasblettinum austan við bæjarskrifstofurnar. Matthías Örn Friðriksson knattspyrnukappi hjá Grindavík býður upp á ókeypis leiðsögn og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt og voru um 20 hundar mættir í gærkvöldi.

Matthías gekk á milli og aðstoðaði fólk með hundana. Æfingin gekk ótrúlega vel þótt einstaka hundur hafi verið eitthvað æstur í byrjun. Allt fór vel fram og ríkir mikil ánægja á meðal hundaeigenda með þetta framtak Matthíasar.

Rétt er að taka fram að nú stendur yfir sérstakt átak í skráningu hunda og katta í Grindavík. HES býður ókeypis árgjald út árið 2013 á nýskráðum hundum og köttum séu dýrin skráð fyrir 30. júlí 2013.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ábendingar um óskráða hunda og ketti eru vel þegnar með því að senda upplýsingar á netfangið [email protected]. Í sumar munu starfsmenn á vegum Grindavíkurbæjar og HES ganga hús úr húsi og kanna hvort skráin sé uppfærð.

grindavik.is