Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundagerði í Vogum
Miðvikudagur 17. janúar 2018 kl. 11:15

Hundagerði í Vogum

Óskað hefur verið eftir því að sett verði upp sérstakt afgirt svæði fyrir hunda eða hundagerði í sveitarfélaginu Vogum. Þetta kemur fram í föstudagspistli bæjarstjórans, Ásgeirs Eiríkssonar. Bæjarráð fjallaði um erindið á fundi sínum í síðustu viku en áður hafði málið verið tekið til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd og fékk það jákvæða umfjöllun þar.

Bæjarráð Voga tók einnig vel í erindið og hefur verið samþykkt að vísa málinu til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs. Á meðan sú vinna fer fram verður tíminn nýttur í það að grennslast fyrir um hvaða staðsetning sé hentug fyrir slíkt gerði ásamt því að fá leyfi landeigenda og ganga úr skugga um að málið gangi upp út frá sjónarhóli skipulags.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024