Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hugsunarleysi bátseiganda tafði björgunarsveitina
Miðvikudagur 11. apríl 2007 kl. 12:02

Hugsunarleysi bátseiganda tafði björgunarsveitina

Björgunarsveitarmenn í Sandgerði töfðust um 15-20 mínútur í útkalli á mánudag vegna fiskibáts sem var í hættu staddur skammt undan landi . Ástæðan fyrir töfinni var annar bátur sem hafði verið bundinn utan á björgunarbát sveitarinnar í Sandgerðishöfn.

Hafborg KE var skammt undan landi við innsiglinguna í Sandgerði þegar báturinn missti vélarafl og tók að reka í átt að landi. Tveir menn voru um borð. Björgnarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út en þegar til kom hafði annar bátur verið bundinn utan á Vörð, björgunarskip sveitarinnar. Það kostaði töf upp á a.m.k. stundarfjórðung á meðan verið var að losa bátinn frá. Sú töf hefði getar haft afdrífaríkar afleiðingar en Hafborgin var skammt undan landsteinum þegar nærliggjandi bátum tókst að koma til bjargar.

Björgunasveitarmenn í Sandgerði segja það ekki einsdæmi að aðrir bátar séu bundnir utan á björgunarbátinn og gagnrýna það harðlega.

VF-mynd/Hilmar Bragi: Hafborgin dregin til hafnar á annan í páskum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024