Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugsanlega öskufall á morgun
Mánudagur 19. apríl 2010 kl. 08:33

Hugsanlega öskufall á morgun


Ekki er loku fyrir það skotið að gosaska kunni að berast á suðvesturhorn landsins því vindur snýst í suðvestanátt á morgun. Það stæði þó stutt yfir því reikna má með norðaustan um miðja vikuna.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið: Norðan 10-15 m/s og léttskýjað, en lægir síðdegis. Snýst í sunnan 5-10 og þykknar upp á morgun. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Norðan 8-13 m/s og léttskýjað, en lægir smám saman síðdegis. Snýst í sunnan 5-8 og þykknar upp á morgun. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Hægviðri og víða bjart, en norðan 5-10 m/s og él austast. Gengur í sunnan 8-13 með slyddu eða snjókomu V-lands síðdegis. Hiti 0 til 5 stig við S- og V-ströndina, en annars 0 til 5 stiga frost.

Á miðvikudag:

Norðaustan 5-10 m/s og víða él, en úrkomulítið SV-til. Frost víða 2 til 7 stig, en frostlaust syðst.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en stöku él úti við S- og A-ströndina. Áfram fremur kalt veður.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanátt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024