Hugsað um börn í Holtaskóla
Börn í 8. bekk Holtaskóla hófu á föstudaginn þátttöku í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn“.
Margir kannast við verkefnið sem ÓB Ráðgjöf hefur staðið fyrir í skólum víða um landið og eru það nú nemendur Holtaskóla sem takast á við þetta erfiða en spennandi verkefni.
Börnin fá sérstaka dúkku með sér heim yfir helgina og þurfa að „annast“ hana jafnt um nótt sem dag og verða svo metin á morgun þegar lesið verður af dúkkunum.
Í samtali við Víkurfréttir sögðust börnin hlakka til verkefnisins en vita að það verði erfitt.
VF-mynd/Þorgils
Margir kannast við verkefnið sem ÓB Ráðgjöf hefur staðið fyrir í skólum víða um landið og eru það nú nemendur Holtaskóla sem takast á við þetta erfiða en spennandi verkefni.
Börnin fá sérstaka dúkku með sér heim yfir helgina og þurfa að „annast“ hana jafnt um nótt sem dag og verða svo metin á morgun þegar lesið verður af dúkkunum.
Í samtali við Víkurfréttir sögðust börnin hlakka til verkefnisins en vita að það verði erfitt.
VF-mynd/Þorgils