Hugmyndir um kennsluflugvöll í Vogum
- Keilir kannar hug sveitarfélagsins Voga
Bæjarráði Voga hefur borist fyrirspurn frá Keili um byggingu á flugvelli fyrir æfinga- og kennsluflug í sveitarfélaginu. Erindið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær en í því var óskað eftir skoðun bæjarráðs á því að komið verði upp æfinga- og kennsluflugvelli í lögsögu sveitarfélagsins.
Bæjarráð Voga vísaði málinu til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins.
Hér má lesa fundargerð bæjarráðs.
Flugvöllurinn er staðsettur á landi upp af golfvellinum á Kálfatjörn.