Hugmyndir að nýjum hátíðarfánum skoðaðar
Nú í vikunni ráku vegfarendur augun í litríka fána á einum af nýjum ljósastaurunum við Hafnargötuna í Keflavík. Eins og sjá má á myndinni voru þeir merkir Ljósanótt og settu skemmtilegan svip á götuna. Í samtali við Steinþór Jónsson kom fram að þarna væri eingöngu um nýja hugmynd að ræða sem hann hafði verðið að skoða síðustu misseri. Til að gera hugmyndina myndræna ákvað hann að fá til liðs við sig hönnuð og aðila til að útbúa sýningareintak. „Ég fékk Hönnunardeild Víkurfrétta og fyrirtækið Logoflex til að koma með tillögu af hátíðarfána Reykjanesbæjar sem við gætum nýtt á Ljósanótt, 17 júní, Jóladögum og við aðrar uppákomur í bænum okkar. Hugmyndin snýst um það að gera bæinn líflegri og um leið að fánarnir yrðu ákveðin kennileiti fyrir viðkomandi viðburð, staðsetningu safna og fyrirtækja,” sagði Steinþór.
„Til dæmis gætu fyrirtæki sem væru með tímabundna viðburði vakið athygli á sér með slíkum fánum í samstarfi við Reykjanesbæ þó að fánarnir séu aðallega hugsaðir fyrir stærri hátíðir bæjarins. Þá mætti hugsa sér að framleiða fána fyrir venjulegar fánastangir fyrir fyrirtæki og almenning sem og að samræma útlitið við væntanleg samtök fyrirtækja og þjónustu í Reykjanesbæ.”
Á myndinni er Steinþór Jónsson að kynna hugmynd sína fyrir Viðari Aðalsteinssyni framkvæmdarstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs. Safnaðist töluverður fjöldi verslunareiganda og vegfaranda safnaðist saman og fannst mikið til koma og vildu um leið leggja fram sínar hugmyndir um liti og útlit fánanna. Í framhaldi af úrskurði „dómsstóls götunnar“ var ákveðið að þróa bláa fánann með gulu sólinni áfram og hér að neðan má sjá nokkrar útgáfur af nýjustu hugmynd hönnuða Víkurfrétta um hátíðarfánann sem bæði er ferskur og þjóðlegur. Eins og sjá má væri hægt að nýta hann til kynningar á fjölbreyttri þjónustu um leið og fánaþyrpingin gæfi bænum skemmtilegan hátíðarblæ.
Skoðið nýjustu hugmyndirnar með því að smella hér
„Til dæmis gætu fyrirtæki sem væru með tímabundna viðburði vakið athygli á sér með slíkum fánum í samstarfi við Reykjanesbæ þó að fánarnir séu aðallega hugsaðir fyrir stærri hátíðir bæjarins. Þá mætti hugsa sér að framleiða fána fyrir venjulegar fánastangir fyrir fyrirtæki og almenning sem og að samræma útlitið við væntanleg samtök fyrirtækja og þjónustu í Reykjanesbæ.”
Á myndinni er Steinþór Jónsson að kynna hugmynd sína fyrir Viðari Aðalsteinssyni framkvæmdarstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs. Safnaðist töluverður fjöldi verslunareiganda og vegfaranda safnaðist saman og fannst mikið til koma og vildu um leið leggja fram sínar hugmyndir um liti og útlit fánanna. Í framhaldi af úrskurði „dómsstóls götunnar“ var ákveðið að þróa bláa fánann með gulu sólinni áfram og hér að neðan má sjá nokkrar útgáfur af nýjustu hugmynd hönnuða Víkurfrétta um hátíðarfánann sem bæði er ferskur og þjóðlegur. Eins og sjá má væri hægt að nýta hann til kynningar á fjölbreyttri þjónustu um leið og fánaþyrpingin gæfi bænum skemmtilegan hátíðarblæ.
Skoðið nýjustu hugmyndirnar með því að smella hér