Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugmyndasöfnun - Gerum Reykjanesbæ enn betri
Miðvikudagur 31. mars 2021 kl. 07:37

Hugmyndasöfnun - Gerum Reykjanesbæ enn betri

Reykjanesbær óskar eftir hugmyndum frá íbúum að skemmtilegum verkefnum til að fegra og bæta umhverfið okkar. 30 milljónum verður veitt í verkefnin sem hljóta flest atkvæði í kosningu sem fer fram í lok maí.

Hafin er hugmyndasöfnun inn á BetriReykjanesbæ.is þar sem okkur íbúum Reykjanesbæjar gefst kostur á að koma með hugmyndir að verkefnum sem standa okkur nærri og við teljum að muni bæta bæinn okkar á einhvern hátt.
Hugmyndirnar geta snúið að því að skapa eitthvað nýtt, hafa jákvæð áhrif á umhverfið, hvetja til hreyfingar, útivistar og samveru, bæta aðstöðu til leikja og skemmtunar, listaverk eða hvað annað sem okkur dettur í hug. Í raun allskonar verkefni og vonandi sem fjölbreyttust í takt við samfélagið okkar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kannski vilja einhverjir fjölga bekkjum á gönguleiðum, fá ungabarnarólur nú eða strandblakvöll í Skrúðgarðinn (segir þessi sem er ný farin að æfa blak), aðrir eru kannski með hugmyndir um listaverk eða eitthvað allt, allt annað.

Reykjanesbær mun setja 30 milljónir í verkefnin sem hljóta flest atkvæði í íbúakosningu í lok maí og því er mikilvægt að við íbúar tökum virkan þátt í þessu skemmtilega verkefni.

Mig langar til að hvetja alla til þess að skoða hverfið sitt og nærumhverfi og koma með hugmyndir inn á BetriReykjanesbæ.is um hvað myndi gera það ennþá betra.

Mig langar líka að biðja ykkur að fá börnin ykkar með í lið, foreldra ykkar, ömmur og afa og aðstoða þá sem hafa hugmyndir að koma þeim inn á Betri Reykjanesbæ og deila þessu verkefni sem víðast svo að við fáum sem fjölbreyttastar hugmyndir.

Það er tilvalið að nota páskahelgina  til þess að fá sér göngutúr og kíkja í kringum sig og fá hugmyndir sem bæta samfélagið okkar.

Kosið verður um bestu hugmyndirnar dagana 31. maí til 6. júní og þær sem verða hlutskarpastar fara í framkvæmdarferli.

Inni á vef Reykjanesbæjar er hægt að fá betri upplýsingar um verkefnið.

Hér eru slóð á hugmyndasöfnunina