Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugmyndasmiðja um hafnarsvæðið og miðbæinn
Fundarmenn í Kvikunni.
Mánudagur 31. mars 2014 kl. 09:29

Hugmyndasmiðja um hafnarsvæðið og miðbæinn

- í Kvikunni í Grindavík.

Opin hugmyndasmiðja var haldin var í Kvikunni í Grindavík um helgina þar sem hátt í 30 manns mættu til að móta hugmyndir fyrir skipulagsvinnu Bæjarstjórnar Grindavíkur fyrir miðbæ og hafnarsvæði í Grindavík.

Fundurinn tókst að sögn þátttakenda virkilega vel en umsjón hans var í höndum EFLU verkfræðistofu og Ármanns Halldórssonar sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs. Margar góðar hugmyndir litu dagsins ljós og verða þær nýttar í þá skipulagsvinnu sem framundan er og kynnt verður síðar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024