Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugmyndasamkeppni um nafn
Fimmtudagur 23. febrúar 2006 kl. 15:36

Hugmyndasamkeppni um nafn

Fasteignafélagið Þrek er núna að taka í notkun fyrstu íbúðinar í nemendagörðum sem eru að rísa við Krossmóa, á Samkaupsvæðinu.

Reist verða þrjú hús á svæðinu, alls 75 íbúðir. Félagið hefur ákveðið að fara í hugmyndasamkeppni um nafn á þessum nemendagörðum og eru vegleg verðlaun í boði eða kr. 100.000.- Tillögum skal skila til Fasteignafélagsins að Hafnargötu 20 eða á netfangið [email protected]

Skilafrestur er til 15 mars nk. og er öllum frjálst að taka þátt og senda inn ótakmarkaðan fjölda af hugmyndum. Úrslitin verða síðan kynnt á veglegri formlegri víglsuathöfn í apríl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024