Fréttir

Hugmynd um uppsetningu samaksturskiltis vel tekið
Bílfarsskilti á Ísafirði.
Mánudagur 15. september 2014 kl. 09:04

Hugmynd um uppsetningu samaksturskiltis vel tekið

í Sveitarfélaginu Vogum

Samþykkt var á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga nýverið að taka jákvætt í erindi Samgöngufélagsins til sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum, þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til þátttöku í tilraunaverkefni sem felur í sér uppsetningu skilta ásamt tilheyrandi þjónustumerkjum ætluð þeim sem óska eða bjóða vilja bílfar.

Jónas Guðmundsson hjá Samgöngufélaginu segir að miðað sé við að Samgöngufélagið greiði fyrir eitt skilti ásamt sérstöku þjónustumerki handa hverju sveitarfélagi en þau annist uppsetningu þeirra. „Samgöngufélagið lánar hverju sveitarfélagi eitt skilti sem sveitarfélagið annast uppsetningu á og er uppi í eitt ár til reynslu. Við teljum mikilvægt að verkefnið verði unnið í samstarfi og samráði við Vegagerðina og er nú viðbragða annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum beðið, segir Jónas.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Samnýting bifreiða hafa verið í umræðunni og á vefsíðunum samferða.is og bilfar.is er að finna ýmsar handhægar upplýsingar um slíkt.

Bílfarsskilti í Reykjanesbæ.

Bílfar - þjónustumerki, sem staðsett er á Ísafirði.

Kort fyrir bílfarsskilti á Suðurnesjum.