Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Huginn Heiðar látinn
Miðvikudagur 26. mars 2008 kl. 01:32

Huginn Heiðar látinn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Huginn Heiðar Guðmundsson, litli drengurinn sem barðist hetjulega í gegnum erfið veikindi allt frá fæðingu, lést Gjörgæsludeild Landspítalans á aðfararnótt mánudags, þriggja ára að aldri.

Huginn Heiðar greindist með sjúkdóm sem kallast risafrumulifrarbólga, strax við fæðingu þann 18. nóvember 2004, og hélt utan ásamt foreldrum sínum í maí árið eftir þar sem hluti úr lifur móður hans var græddur í hann.

Eftir það hefur gengið á með skini og skúrum í lifi Hugins Heiðars þar sem hann hefur staðið af sér mikil áföll. Á heimasíðu hans hafa tugir eða hundruð vina og vandamanna Hugins og fjölskyldu fylgst með baráttunni í gegnum rúm þrjú ár og hefur hann þannig átt hug og hjörtu ótal margra.

Starfsfólk Víkurfrétta sendir innilegar samúðaróskir til Fjólu og Guðmundar, foreldra Hugins Heiðars, sem og systkina hans.

Heimasíða Hugins Heiðars á Barnalandi – Smellið hér