Huginn Heiðar braggast
Hetjuganga, Hugins Heiðars Guðmundssonar, heldur áfram og þrátt fyrir nokkurt bakslag í gær braggast hann hægt og rólega.
Ákveðið var að taka drenið úr Hugin, eftir að ekkert hafði runnið í það í nokkra daga. Þremur tímum seinna fór að draga af drengnum og kom í ljós að þegar drenið var fjarlægt hafði opnast sár þar sem drenið hafði gróið fast. Þetta varð til þess að Huginn hætti að halda uppi súrefnismettun, þrátt fyrir að öndunarvélin væri ræst og súrefnismagnið aukið.
Huginn hefur undanfarna daga verið aftengdur öndunarvélinni og gat verið án hennar í 16 tíma samfellt.
Missti Huginn um 300 ml af blóði en eðlilegt blóðmagn í barni af stærð og þyngd Hugins er einmitt um það magn. Því má með réttu segja að skipt hafi verið um blóð í honum.
Huginn Heiðar gekk undir lifrarskiptiaðgerð í Pittsburgh, Bandaríkjunum fyrr í sumar. Aðgerðin gekk vel en hann hefur frá fæðingu verið veikur vegna risafrumulifrarbólgu sjúkdóms. Græða þurfti hluta af lifur móður hans, Fjólu Ævarsdóttur, í Hugin þar sem hentug gjafalifur fannst ekki.
Þess má geta að stuðningsmenn Fjólu og Guðmundar hafa stofnað styrktarreikning í nafni Hugins þar sem þeir sem vilja styrkja þau í baráttunni geta lagt sitt af mörkum. Númer reikningsins er: 1109-05-449090, kt: 181104-3090.
Ákveðið var að taka drenið úr Hugin, eftir að ekkert hafði runnið í það í nokkra daga. Þremur tímum seinna fór að draga af drengnum og kom í ljós að þegar drenið var fjarlægt hafði opnast sár þar sem drenið hafði gróið fast. Þetta varð til þess að Huginn hætti að halda uppi súrefnismettun, þrátt fyrir að öndunarvélin væri ræst og súrefnismagnið aukið.
Huginn hefur undanfarna daga verið aftengdur öndunarvélinni og gat verið án hennar í 16 tíma samfellt.
Missti Huginn um 300 ml af blóði en eðlilegt blóðmagn í barni af stærð og þyngd Hugins er einmitt um það magn. Því má með réttu segja að skipt hafi verið um blóð í honum.
Huginn Heiðar gekk undir lifrarskiptiaðgerð í Pittsburgh, Bandaríkjunum fyrr í sumar. Aðgerðin gekk vel en hann hefur frá fæðingu verið veikur vegna risafrumulifrarbólgu sjúkdóms. Græða þurfti hluta af lifur móður hans, Fjólu Ævarsdóttur, í Hugin þar sem hentug gjafalifur fannst ekki.
Þess má geta að stuðningsmenn Fjólu og Guðmundar hafa stofnað styrktarreikning í nafni Hugins þar sem þeir sem vilja styrkja þau í baráttunni geta lagt sitt af mörkum. Númer reikningsins er: 1109-05-449090, kt: 181104-3090.