Hugið að niðurföllum og bíðið með Reykjanesbrautina
Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til almennings að huga að niðurföllum við nærumhverfi sitt. Það getur komið í veg fyrir vatnstjón á heimilum.
„Jafnframt minnum við fólk á að fylgjast með veðrinu og bíða með ferðir á Reykjanesbrautina fram eftir degi,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.