Hugðist stökkva fram af svölum
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem var ölvaður æstur í fjölbýlishúsi í Keflavík réttt fyrir kl. 4 í nótt. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn á svölum á þriðju hæð. Fór maðurinn yfir svalarhandrið og hékk á því og hugðist láta sig falla á steypta stéttina fyrir neðan. Lögreglumenn náðu að bjarga honum og var maðurinn vistaður í fangahúsi í framhaldi.