HSS vekur athygli á opnunartímum eftir dagvinnutíma
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vekur athygli á að Læknamóttaka er opin eftir dagvinnutíma sem hér segir:
kl. 16:00- 20:00 virka daga
og kl. 10:00-13:00 og 17:00- 19:00 um helgar og helgidaga.
Jafnframt er slysa - og neyðarvakt allan sólarhringinn.
Einstaklingum er jafnframt bent á að hafa samband við 112 ef um neyðartilvik er að ræða.
Þá bendir stofnunin einnig á tvær nýjar og auðveldar leiðir til að fá lyfjaendurnýjun:
Rafræn lyfjaendurnýjun á heimasíðu: www.hss.is. Tengill: „Endurnýjun lyfseðla“
Einnig er símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga alla virka daga.
Ekki er hægt að endurnýja ávanabindandi lyf eða fá ný lyf með þessum hætti.
Einnig er kominn nýr tengill: „Ábendingar og fyrirspurnir“ á heimsíðu HSS þar sem fólk getur komið með ábendingar hvað varðar þjónustu HSS.