Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HSS þjónar fleiri sjúklingum í heimabyggð
Miðvikudagur 6. júlí 2005 kl. 14:24

HSS þjónar fleiri sjúklingum í heimabyggð

Til skamms tíma var fjölmennur hópur sjúklinga af Suðurnesjum inniliggjandi á Landspítala háskólasjúkrahúsi á hverjum degi.  Í framtíðarsýn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir árin 2004 til 2010 var stefnt að því að breyta þessu og auka þjónustu við íbúa í heimabyggð. 

Í fréttatilkynningu frá HSS kemur fram að það sé jákvæð þróun og hagkvæm fyrir samfélagið að geta veitt íbúum svæðisins almenna sjúkrahúsþjónustu í heimabyggð í öruggum höndum starfsfólks HSS.  Landspítali mun áfram veita öllum landsmönnum hátæknisjúkrahúsþjónustu eins og áður.

Góðum árangri hefur verið náð eins og sjá má í eftirfarandi tölum sem unnar hafa verið upp úr upplýsingum frá skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga á LSH.
 
Árið 2002 voru að jafnaði 46 sjúklingar af Suðurnesjum á LSH. Árið 2003 var fjöldi þeirra komin niður í 30 sjúklinga og í fyrra voru einungis um 18 sem voru á deildum LSH.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024