HSS: Starfsfólki skurðstofu sagt upp
Starfsfólk á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur fengið uppsagnabréf í hendurnar samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Átta starfsmenn eru á skurðstofu HSS.
Lokun skurðstofu setur fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í uppnám, enda skurðstofan mikið öryggisatriði ef eitthvað fer úrskeiðis við fæðingu.