Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

HSS: Öllu skurðstofufólki sagt upp störfum
Föstudagur 21. nóvember 2008 kl. 20:48

HSS: Öllu skurðstofufólki sagt upp störfum



Öllu starfsfólki á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, níu manns, hefur verið sagt upp störfum. Skurðstofunni verður jafnframt lokað. Tvær glænýjar skurðstofur voru teknar í gagnið nú nýverið.

Stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið færðar tillögur Heilbrigðisráðuneytis sem felast m.a. í því að færa rekstur skurðdeildar út úr HSS til annarra aðila sem sinntu þjónustunni, hvort heldur í húsnæði HSS eða á höfuðborgarsvæðinu. Jafnhliða þessu þyrfti að breyta þjónustu fæðingadeildar HSS þannig að allar áhættufæðingar yrðu færðar til LSH.

Starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er slegið yfir uppsögnunum og þeim niðurskurði sem fara á í á stofnuninni, sérstaklega í ljósi þess að því finnst ekki hafa verið rétt gefið en HSS hefur verið rekið fyrir mun lægri framlög en aðrar sambærilegar stofnanir.

Boðað hefur verið til borgarafundar eftir viku. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en þar verður hin alvarlega staða sem komin er upp á Suðurnesjum rædd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skurðstofa 2 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún mun ekki opna í bráð, nema að einkaaðili komi að rekstri hennar. Að ofan er mynd úr „vöknun“ við nýju skurðstofurnar og að neðan er mynd inn á tveggja manna stofu fyrir sjúklinga. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson