HSS fær veglega gjöf
Tækið er af fullkomnustu gerð og er að verðmæti kr. 16 milljónir. Með tilkomu tækisins minnkar verulega þörfin á að skjólstæðingar HSS þurfi að fara til Reykjavíkur eftir þjónustu með tilheyrandi fyrirhöfn og fjárútlátum. „
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk veglega gjöf í gær þegar Krabbameinsfélag Suðurnesja kom færandi hendi og afhenti þeim formlega maga-, ristil- og berkjuspeglunartæki. Viðstaddur afhendinguna var heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, og Sigurður Guðmundsson, landlæknir.
Krabbameinsfélagið hefur lengi safnað fyrir gjöfinni og fékk í lið me ðsér fjölmarga góða styrktaraðila, bæði fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga á Suðurnesjum.
Þetta gjörbreytir aðstöðu okkar til greiningar á staðnum og við getum ekki annað en verið rosalega ánægð," sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, í samtali við Víkurfréttir.
Hún bætti því við að tækið hafi þegar verið í notkun í tvo mánuði og hafi gefið afar góða raun.
„
Við viljum bjóða upp á fjölþætta sérfræðiþjónustu og þetta er enn eitt þrepið til þess," sagði Sigríður að lokum.
Ráðherra tók til máls við afhendinguna og sagði m.a. að vinna hafi staðið yfir við að koma á almennri skimun fyrir ristilkrabba í karlmönnum. Hann minntist sérstaklega á framlag Árna R. Árnasonar heitins sem var þingmaður Suðurlands og Reyknesinga um árabil. Árni var mikill baráttumaður fyrir auknum forvörnum gegn krabbameini og á hans síðasta þingflokksfundi brýndi hann félaga sína í Sjálfstæðisflokki til að sjá til þess að almenn ristilspeglun verði efld.
VF-myndir/Þorgils - 1: Starfsfólk og stjórnendur HSS ásamt fulltrúum Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisráðuneytis. 2: Sigurður Einarsson, meltingafærasérfræðingur, sýnir gestum virkni tækisins.