HSS fær nýtt hjartalínuritstæki að gjöf
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja barst góð gjöf í gær þegar fjögur stéttarfélög á Suðurnesjum afhentu stofnuninni nýtt hjartalínuritstæki. Það voru Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verslunarmannafélag Suðurnesja, Iðnsveinafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Suðurnesja.
Tækið er eitt það fullkomnasta sem til er af sinni gerð og á eflaust eftir að koma sér vel jafnt á slysa- og bráðamóttöku, þar sem tækið verður staðsett, sem inni á deildum. Gamla hjartalínuritstækið var notað margoft á hverjum degi, en var komið til ára sinna. Auk þess er í nýja tækinu innbyggt greiningarforrit sem gefur læknum og hjúkrunarkonum tillögu að greiningu, en slíkt getur sparað tíma þegar mikið er í húfi.
Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, þakkaði fjórmenningunum sem komnir voru saman til að afhenda tækið formlega fyrir þessa ómetanlegu gjöf. Hún sagði tækið hafa verið í notkun frá áramótum og gefið afar góða raun.
Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, tók til máls fyrir hönd hópsins og sagði að þeim væri heiður að samstarfinu og væru ávallt reiðubúnir til frekara samstarfs við Heilbrigðisstofnunina.
Að þessari stuttu athöfn lokinni fóru þeir Kristján, Guðbrandur Einarsson, VS, Ragnar Örn Pétursson, STFS og Sigfús Eysteinsson, ISFS, í greiningu í hjartalínuritstækinu og komu flestir vel út.
Á myndinni eru fulltrúar stéttarfélaganna ásamt starfsfólki HSS
Tækið er eitt það fullkomnasta sem til er af sinni gerð og á eflaust eftir að koma sér vel jafnt á slysa- og bráðamóttöku, þar sem tækið verður staðsett, sem inni á deildum. Gamla hjartalínuritstækið var notað margoft á hverjum degi, en var komið til ára sinna. Auk þess er í nýja tækinu innbyggt greiningarforrit sem gefur læknum og hjúkrunarkonum tillögu að greiningu, en slíkt getur sparað tíma þegar mikið er í húfi.
Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, þakkaði fjórmenningunum sem komnir voru saman til að afhenda tækið formlega fyrir þessa ómetanlegu gjöf. Hún sagði tækið hafa verið í notkun frá áramótum og gefið afar góða raun.
Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, tók til máls fyrir hönd hópsins og sagði að þeim væri heiður að samstarfinu og væru ávallt reiðubúnir til frekara samstarfs við Heilbrigðisstofnunina.
Að þessari stuttu athöfn lokinni fóru þeir Kristján, Guðbrandur Einarsson, VS, Ragnar Örn Pétursson, STFS og Sigfús Eysteinsson, ISFS, í greiningu í hjartalínuritstækinu og komu flestir vel út.
Á myndinni eru fulltrúar stéttarfélaganna ásamt starfsfólki HSS