HSS fær 53 milljónir í geðheilbrigðismál
Geðheilbrigðisþjónusta verður efld með 630 milljóna auka framlagi. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær 53 milljónir króna af þessum fjármunum.
Fénu verður annars vegar varið til að efla fyrsta stigs þjónustu heilsugæslunnar með aukinni aðkomu sálfræðinga og hins vegar til að efla sérhæfðari þjónustu (annars stigs heilbrigðisþjónustu) á sviði geðheilbrigðismála með áframhaldandi uppbyggingu geðheilsuteyma í öllum heilbrigðisumdæmum landsins.