HSS ekki tilbúið að leigja Grindavíkurbæ eldhús
Grindavíkurbær getur ekki, að svo stöddu, haldið áfram með mötuneyti fyrir eldri borgara Grindavíkur í Víðihlíð þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er ekki tilbúin að samþykkja áframhaldandi leigu á eldhúsinu í Víðihlíð á sambærilegum forsendum og eru í núverandi samkomulagi.
Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur, þar sem sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs bæjarins, Nökkvi Már Jónsson, mætti á fundinn og kynnti stöðu málsins. Fyrir fundinum var beiðni um niðurgreiðslur á hádegismat eldri borgara. Af henni verður ekki þar sem að svo komnu máli.