Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HSS 50 ára: starfsmenn sungu afmælissönginn
Fimmtudagur 18. nóvember 2004 kl. 11:10

HSS 50 ára: starfsmenn sungu afmælissönginn

Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sungu afmælissönginn á lóð stofnunarinnar í morgun en stofnunin fagnar 50 ára afmæli í dag.
Davíð Ólafsson söngvari stjórnaði söng starfsfólksins og léku Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Karen J. Sturlaugsson aðstoðarskólastóri undir á blásturshljóðfæri.
Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja gaf stofnuninni í afmælisgjöf fánastöng og fána. Einnig gaf styrktarfélagið stein til minningar um Kristján Sigurðsson sem var yfirlæknir stofnunarinnar um langt skeið.
Afmælishátíð verður á stofnuninni í tilefni dagsins og hefst hún klukkan 15 þar sem boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

 

 

Myndir: Davíð stjórnar söngnum af krafti. Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja gaf stofnuninni fána og fánastöng í afmælisgjöf. F.v. Þorbjörg Pálsdóttir formaður félagsins, María Hermannsdóttir og Eydís Eyjólfsdóttir við fánastöngina. VF-myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024