HS Orka lýsir upp Ljósanótt
Flugeldasýning Ljósanætur verður í boði HS Orku hf. Samningur þess efnis var undirritaður þriðjudaginn 30. ágúst af fulltrúum HS Orku hf og Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar.
Flugeldasýningin hefur verið hápunktur Ljósanætur undanfarin ár, enda tilkomumikil og glæsileg. Björgunarsveit Suðurnesja hefur undanfarin ár haft veg og vanda að sýningunni og lofa þeir stórglæsilegri sýningu í ár.
Það er fyrirtækinu sönn ánægja að bjóða gestum hátíðarinnar upp á flugeldasýninguna þetta árið og vonandi að gestir hátíðarinnar njóti vel.
Á myndinni eru, frá hægri: Jóhann Snorri Sigurbergsson forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku hf, Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Víðir S. Jónssona verkefna- og kynningarstjóri HS Orku hf.