Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • HS Orka hlýtur Energy Globe Award fyrir Auðlindagarðinn
  • HS Orka hlýtur Energy Globe Award fyrir Auðlindagarðinn
Þriðjudagur 6. júní 2017 kl. 09:39

HS Orka hlýtur Energy Globe Award fyrir Auðlindagarðinn

HS Orka hlaut í gær, 5. júní, á Alþjóðlega umhverfisdeginum, umhverfisverðlaun Energy Globe Award sem veitt eru þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa skarað fram úr í umhverfismálum. Í ár voru 178 verkefni valin víðsvegar að úr heiminum og var Auðlindagarðurinn valinn besta íslenska verkefnið.

„Við erum hrærð yfir þessum verðlaunum og þeirri viðurkenningu sem Auðlindagarðinn er að fá á alþjóðavísu. Hugmyndafræðin að baki Auðlindagarðinum er einföld, það er að segja að það er ekkert sem heitir sóun. Allir straumar sem falla til við orkuvinnslu hjá okkur eru nýttir af fyrirtækjum í Auðlindagarðinum, sem eru sjö í dag og fer fjölgandi,” segir Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku. „Albert Albertsson er hugmyndasmiðurinn að baki Auðlindagarðinum og okkar lærifaðir. Albert hefur alltaf bent okkur á að fjölþætt nýting auðlinda sé einfaldlega heilbrigð skynsemi.”

HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins sem framleiðir og selur rafmagn um allt land. Fullnýting og umhyggja fyrir umhverfinu hefur ætíð verið rauði þráðurinn í starfseminni og hefur meðal annars leitt af sér stofnun Auðlindagarðs á Reykjanesi, þar sem fyrirtæki hafa sprottið upp og nýtt hina ýmsu auðlindastrauma sem verða til við framleiðslu á rafmagni og heitu vatni. Fyrirtækin innan Auðlindagarðsins eru Bláa Lónið, Haustak, Háteigur, ORF Líftækni, Carbon Recycling International, Northern Light Inn hótel og Stolt Sea Farm.

Í haust kemur í ljós hvaða fyrirtæki hlýtur Energy Globe verðlaunin á heimsvísu. Energy Globe verðlaunin eru ein virtustu umhverfsiverðlaun heims en austurríski verkfræðingurinn og frumkvöðullinn Wolfgang Neumann kom þeim á fót árið 1999. Meðal heiðursfélaga hjá Energy Globe samtökunum eru Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og Mikhail Gorbachev, Nóbelsverðlaunahafi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024