HS Orka hefur ekki stórar áhyggjur af stöðunni
„Við fórum yfir og uppfærðum allar okkar viðbragsáætlanir þegar þessar jarðhræringar fóru af stað síðast, fyrir tveimur árum síðan. Við eigum til áætlanir yfir flest allar mögulegar sviðsmyndir en það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er enn sem komið er mun minna heldur en við uppliðfum í aðdraganda gossins í fyrra og í langan tíma þar á undan,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, um hvaða áætlanir séu til staðar fyrir orkuverið í Svartsengi.
„Við vinnum náið með almannavörnum og Grindavíkurbæ. Erum á fundum vísindaráðs, aukum allar okkar mælingar og höldum reglulega stöðufundi hér innanhúss til að fylgjast með – en enn sem komið er höfum við ekki stórar áhyggjur af stöðunni,“ segir Jóhann Snorri að endingu.