HS og Varnarsvæðið; Engin svör borist frá Norfolk
Bandarísk hermálayfirvöld hafa ekki enn svarað Hitaveitu Suðurnesja um það hvernig staðið verði að samningslokum vegna kaupa á heitu vatni fyrir varnarsvæðið, þrátt fyrir að forsvarsmenn HS hafi í tvígang gengið eftir svörum.
Varnarliðið, sem er stærsti einstaki viðskiptavinur HS, sagði upp samningum um kaup á heitu vatni í lok mars. Taldi HS einfalda tilkynningu að því tagi ófullnægjandi miðað við ákvæði í gildandi samningi þar sem segir að VL geti ekki sagt upp samningnum fyrirvaralaust heldur einungis minnkað notkunina um 4% á ári. Því yrði VL að semja sig frá samningnum.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að í raun hafi ekkert gerst í málinu síðan í lok mars en erindi Bandaríkjamanna var svarað samdægurs með bréfi sem sent var til hermálayfirvalda í Norfolk.
„Við höfum í tvígang ítrekað óskir okkar eftir viðbrögðum við þeirri kröfu okkar að menn setjist niður og semji, vegna þess að þetta ákvæði sem þeir vitna til um 6 mánaða uppsagnarfrest eigi ekki lengur við. Menn þurfi því að semja sig frá þessu en þeir hafa ekki svarað því enn“, sagði Júlíus í samtali við VF.
Varnarliðið, sem er stærsti einstaki viðskiptavinur HS, sagði upp samningum um kaup á heitu vatni í lok mars. Taldi HS einfalda tilkynningu að því tagi ófullnægjandi miðað við ákvæði í gildandi samningi þar sem segir að VL geti ekki sagt upp samningnum fyrirvaralaust heldur einungis minnkað notkunina um 4% á ári. Því yrði VL að semja sig frá samningnum.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að í raun hafi ekkert gerst í málinu síðan í lok mars en erindi Bandaríkjamanna var svarað samdægurs með bréfi sem sent var til hermálayfirvalda í Norfolk.
„Við höfum í tvígang ítrekað óskir okkar eftir viðbrögðum við þeirri kröfu okkar að menn setjist niður og semji, vegna þess að þetta ákvæði sem þeir vitna til um 6 mánaða uppsagnarfrest eigi ekki lengur við. Menn þurfi því að semja sig frá þessu en þeir hafa ekki svarað því enn“, sagði Júlíus í samtali við VF.