HS hyggur á boranir á sex svæðum á Reykjanesskaga
Hitaveita Suðurnesja hefur átt fund með Skipulagsstofnun þar sem kynnt voru alls sex svæði á Reykjanesskaga þar sem HS fyrirhugar borun rannsóknarborhola. Svæðin eru við Trölladyngju, Köldunámur, Austurengjahver, Sandfell og Eldvörp og við Seltún í Krýsuvík.
Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun. Haft er eftir Stefáni Thors, skipulagsstjóra ríkisins, að stofnunin hafi mælt með því að rannsóknarborun á öllum framangreindum svæðum yrði tilkynnt í einu lagi til stofnunarinnar, sem tæki ákvörðun um matsskyldu, en síðan yrði tekin afstaða til borunar á hverju svæði fyrir sig.
Landvernd hefur kallað eftir því að Skipulagsstofnun nýti heimildir í lagagrein sem kveður á um að stofnunin meti heildaráhrif þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði.
Stefán Thors segir í samtali við MBL að nú reyni á þetta lagaákvæði í tengslum við umsókn HS. Stefán segir eðlilegt að að reynt sé að fá heildarsýn í tengdum framkvæmdum í stað þess að taka aðeins afstöðu til einstakra þátta framkvæmda eða einstakra borhola.
Norðurál og Hitaveita Suðurnesja undirrituðu á vormánuðum samning um orkusölu til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Samkvæmt samningnum mun HS útvega Norðuráli raforku fyrir álverið í Helguvík, þar á meðal allt að 150 MW fyrir fyrsta áfanga álversins sem miðast við 150.000 tonna ársframleiðslu.
Mynd: Frá Sogunum í Trölladyngju. Ljósmynd: elg.
Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun. Haft er eftir Stefáni Thors, skipulagsstjóra ríkisins, að stofnunin hafi mælt með því að rannsóknarborun á öllum framangreindum svæðum yrði tilkynnt í einu lagi til stofnunarinnar, sem tæki ákvörðun um matsskyldu, en síðan yrði tekin afstaða til borunar á hverju svæði fyrir sig.
Landvernd hefur kallað eftir því að Skipulagsstofnun nýti heimildir í lagagrein sem kveður á um að stofnunin meti heildaráhrif þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði.
Stefán Thors segir í samtali við MBL að nú reyni á þetta lagaákvæði í tengslum við umsókn HS. Stefán segir eðlilegt að að reynt sé að fá heildarsýn í tengdum framkvæmdum í stað þess að taka aðeins afstöðu til einstakra þátta framkvæmda eða einstakra borhola.
Norðurál og Hitaveita Suðurnesja undirrituðu á vormánuðum samning um orkusölu til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Samkvæmt samningnum mun HS útvega Norðuráli raforku fyrir álverið í Helguvík, þar á meðal allt að 150 MW fyrir fyrsta áfanga álversins sem miðast við 150.000 tonna ársframleiðslu.
Mynd: Frá Sogunum í Trölladyngju. Ljósmynd: elg.