Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

HS fær prik frá Hafnarfirði
Þriðjudagur 16. janúar 2007 kl. 11:26

HS fær prik frá Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti ályktun á fundi sínum fyrir skemmtu þar sem því er fagnað að Hitaveita Suðurnesja hafi riðið á vaðið með yfirlýsingu um að draga til baka sameiginlega umsókn sína með Orkuveitu Reykjavíkur um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum.
Segir í ályktuninni að á þennan hátt hafi Hitaveita Suðurnesja sýnt hófsemd í verkum sínum og forðast að sækjast eftir rannsóknar- og virkjanaleyfum á svæðum sem hafi óumdeilt náttúruverndargildi. Brennisteinsfjöll á Reykjanesskaga séu dæmi um slíkt svæði þar sem enginn efist um náttúruverndargildi þess. Svæðið, sem sé eina óspillta víðerni höfuðborgarsvæðisins, búi yfir miklum jarðfræðiminjum og landslagsfegurð í samspili við menningarminjar. Útivistargildi Brennisteinfjalla muni einungis aukast í framtíðinni, fræðslu og vísindagildi þess er ótvírætt.
Þá hvetur bæjarstjórn Hafnarfjarðar stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar að fylgja fordæmi Hitaveitu Suðurnesja og draga til baka umsóknir sínar um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25