Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hrossin fundin við flugstöðina
Föstudagur 22. desember 2017 kl. 16:28

Hrossin fundin við flugstöðina

Hrossin fimm sem lýst var eftir í dag eru fundin. Skömmu eftir að auglýst var eftir þeim á vef Víkurfrétta fundust þau við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þau voru bæði sárfætt og þreytt og eru nú komin í skjól og fæði.

„Þau hafa örugglega viljað komast út í betra veður,“ sagði eigandi hestanna í samtali við Víkurfréttir nú áðan.
 
Eigendur hrossanna vilja þakka öllum sem tóku þátt í leitinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024